Sport

Fyrsta gull Mongólíu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tuvshinbayar Naidan.
Tuvshinbayar Naidan.

Mongólía hefur unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum þökk sé júdókappanum Tuvshinbayar Naidan sem vann í -100 kg flokknum.

Þetta er fyrsta Ólympíugull í sögu landsins.

Sigur Naidan var ansi óvæntur en á leið sinni að gullinu lagði hann meðal annars Keiji Suzuki, Ólympíumeistarann frá 2004.

Um þrjár milljónir búa í Mongólíu en landið er staðsett í austurhluta Asíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×