Innlent

Forsetinn stappar stálinu í landsmenn

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hyggst stappa stálinu í landsmenn með því að heimsækja á næstu dögum vinnustaði, skóla, samfélagsstofnanir, byggðarlög og hjálparmiðstöðvar.

Í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni segir að forsetinn ætli að ræða um hvernig Íslendingar geti, þrátt fyrir erfiðleika, treyst undirstöður efnahagslífs og samfélags, sótt fram til nýrra og betri tíma og nýtt margvíslegar auðlindir landsins og fjölþættan mannauð sem þjóðin býr yfir. Vettvangsheimsóknir forsetans hefjast strax í fyrramálið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×