Íslenski boltinn

Fjalar skoðar sín mál

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fjalar er einn besti markvörður landsins.
Fjalar er einn besti markvörður landsins.
Samningur markvarðarins Fjalars Þorgeirssonar við Fylki er að renna út og framtíð hans því í lausu lofti. Fjalar sagði í samtali við Vísi í kvöld að ekkert félag hafi enn haft samband við sig.

,,Maður hefur heyrt ýmsar sögur út í bæ en annars er maður ekkert að stressa sig yfir þessu," sagði Fjalar við Vísi. Hann hefur meðal annars verið sterklega orðaður við Íslandsmeistara FH.

,,Ég hef enn ekkert heyrt frá stjórn Fylkis sem er skiljanlegt þar sem þeir eru í þjálfaraleit. Þegar þau mál hafa skýrst þá skoðar maður þetta. Ef Fylkir býður mér nýjan samning þá skoða ég hann fyrst áður en ég fer að hugsa um eitthvað annað. Þetta skýrist samt ekkert fyrr en eftir að nýr þjálfari hefur verið ráðinn," sagði Fjalar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×