Sport

Spotakova vann á síðasta kasti

Elvar Geir Magnússon skrifar
Spotakova að kasta.
Spotakova að kasta.

Barbora Spotakova frá Tékklandi vann sigur í spjótkastkeppni kvenna. Hún tryggði sér gullverðlaunin með síðasta kasti sínu þegar hún kastaði 71,42 metra.

Maria Abakumova frá Rússlandi var búin að vera í forystu frá fyrsta kasti en þurfti að láta silfrið nægja að þessu sinni. Hún kastaði 70,78 metra. Christina Obergfoll frá Þýskalandi vann bronsið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×