Innlent

18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fatlaðri stúlku

Hæstiréttur dæmdi í dag Sveinbjörn R. Auðunsson í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart sautján ára fatlaðri stúlku. Hann var ákærður fyrir að hafa notfært sér að hún gat ekki spornað gegn verknaðinum sökum andlegra annmarka og líkamlegrar fötlunar.

Hæstiréttur mildaði dóm Héraðsdóm Reykjavíkur frá því í apríl fyrr á þessu ári sem dæmdi Sveinbjörn í tveggja ára fangelsi. Dómurinn klofnaði í afstöðu sinni og skiluðu Garðar Gíslason og Ingibjörg Benediktsdóttir sératkvæði en þau vildu staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þorvaldsson mynduðu meirihluta í málinu.

Brotin áttu sér stað í nóvember árið 2006 en þá var Sveinbjörn afleysingabílstjóri hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Hann viðurkenndi fyrir héraðsdómi að hafa haft kynferðismök við stúlkuna en neitaði því að hafa notfært sér andlega annmarka hennar og líkamlega fötlun til að koma fram vilja sínum.

Sveinbjörn var dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 800 hundruð þúsund í miskabætur. Auk áfrýjunarkostnað vegna málsins og þóknun  réttargæslumanns brotaþola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×