Innlent

Aðstoða vélarvana bát

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 12:29 tilkynning frá Dagnýju SU 129 um að báturinn væri vélarvana með einn mann um borð fyrir utan Hólmanes í Reyðarfirði, var báturinn þá búinn að leggja út ankeri.

Samstundis voru kallaðir út björgunarbátar Slysavarnafélagsins Landbjargar frá Eskifirði og Reyðarfirði ásamt hafsögubátnum Vetti frá Reyðarfirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu og haft var samband við aðra báta á svæðinu og héldu þeir á staðinn.

Dagný SU 129 er 9 metra langur fiskibátur frá Reyðarfirði. Slöngubátur Slysavarnarfélagsins á Reyðarfirði var kominn á staðinn kl. 13:10 og aðstoðaði við að halda við Dagnýju þar til Vöttur frá Reyðarfirði kom á staðinn kl. 13:35. Hafsögubáturinn Vöttur dregur bátinn síðan til hafnar á Reyðarfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×