Innlent

Þarf ekki endilega að koma til mikilla uppsagna

Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki þurfi endilega að koma koma til mikilla uppsagna á næstu mánuðum vegna versnandi stöðu efnahagslífsins.

Hér sé fullt af tækifærum og einstakt að lenda í krísu á meðan geirar hér innanlands séu á uppleið. Þór bendir á að útflutningsgreinarnar hafi styrkst og hér séu fjölmörg tækifæri sem hægt sé að nýta. Það þurfi samstillt átak til að klára það sem Samtök atvinnulífsins leggi áherslu á að klára.

Í samtali við Sindra Sindrason á Stöð 2 sagði Þór að vandamálin væru til að takast á við þau. Hann gat ekki sagt til um það hvort lánstraust Íslendinga væri laskað en sagði um aðgerðir stjórnvalda að verið væri að takast á við vandann af röggsemi í stað smáskammtalækninga.

Þá sagði hann mikilvægt að lækka stýrivexti og koma á stöðugleika í gengismálum. Ef menn næðu tökum á því þá hefði hann trú á því að íslenska efnahagslífið næði sér. Þór sagði enn fremur að ótti hefði verið í mönnum á mörkuðum. Við hefðum verið í mikilli óvissu en ef tekið væri á málum, þar á meðal peningamálum, væri komin viðspyrna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×