Erlent

Flugvél hvarf yfir Karabíska hafinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lítil farþegaflugvél frá flugfélaginu Atlantis Airlines hvarf sporlaust yfir Karabíska hafinu í fyrradag með tólf manns um borð og leita björgunarsveitir hennar nú á stóru svæði á þyrlum og bátum.

Vélin var á leið frá Dóminíska lýðveldinu til nálægra eyja, en eftir að hún hóf sig á loft frá Santo Domingo síðdegis á mánudag hefur ekkert til hennar spurst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×