Innlent

Slasaðist þegar bíll lenti á ljósastaur

Farþegi slasaðist alvarlega þegar bíll, sem hann var í, lenti á ljósastaur á mótum Fífuhvammsvegar og Hafnarfjarðarvegar laust eftir miðnætti. Björgunarmenn þurftu að beita klippum til að ná honum úr bílflakinu og var hann fluttur á slysadeild, ásamt ökumanninum, sem meiddist minna. Ekki er vitað um tildrög slyssins en hálka var á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×