Innlent

Kvarta við kaupmenn ef þörf er á

Innflutt grænmeti er í mörgum tilfellum merkt á íslensku þannig að neytendur átta sig ekki á því að um erlenda framleiðslu er að ræða. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á þessu á Alþingi í dag. Hann sagði að erlent grænmeti væri skolað upp úr íslensku vatni og selt sem íslenskt grænmeti

„Við könnumst við þetta í garðyrkjunni þar sem menn hafa verið að merkja þetta og gefa til kynna að þetta sé íslenskt, meðvitað og ómeðvitað," segir Þórhallur Bjarnason, formaður Sambands garðyrkjubænda.

Þórhallur segir að garðyrkjumenn hafi því fundið krók á móti bragði og farið í gang með fánaröndina. Merki íslenska fánans sé sett á alla innlenda framleiðslu þannig að neytendur geti treyst því að þeir fái íslenska vöru. Þórhallur segir að fánaröndin hafi hjálpað mikið. „Við höfum ekki orðið varir við að hún væri misnotuð," segir Þórhallur.

Þórhallur segist ekki kannast við það að garðyrkjubændur veigri sér við að gera athugasemdir við kaupmenn, telji þeir þess þurfa. „Við erum alveg óhræddir að gera athugasemdir ef að við teljum að verið sé að brjóta lög eða misnota fánaröndina," segir Þórhallur. Hann telur hins vegar að kaupmenn séu ánægðir með fánaröndina. „Mér sýnist þetta bara vera eitthvað sem kaupmenn vilji hafa," segir hann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.