Innlent

Margir ökumenn teknir á of miklum hraða í Kópavogi

Sjötíu og tvö prósent ökumanna, sem óku um Dalsmára í Kópavogi á einni klukkustund í gær, mældust á of miklum hraða.

Hundrað og einn bíll fór þar um á tímabilinu og þar af sjötíu og þrír of hratt. Þetta er langhæsta hlutfall brotlegra ökumanna í átaki lögreglunnar í að mæla ökuhraða í íbúðargötum, sem staðið hefur að undanförnu og haldið verður áfram.

Lögregla notar ómerktan bíl með myndavél við þetta verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×