Lífið

Fedde Le Grand á Broadway í kvöld

Technounnendur þurfa greinilega að þræða partýin í kvöld. Hollenski plötusnúðurinn Fedde Le Grand er á leið til landsins, og spilar á Broadway í kvöld. Fedde er íslendingum að góðu kunnur, en hann heimsótti klakann snemma árs í fyrra. Þá á hann á eitt vinsælasta danslagið í íslensku útvarpi undanfarna mánuði, „Let me think about it. Húsið opnar klukkan 23:00 í kvöld og sjá Techno.is plötusnúðarnir Exos, Sindri BM og Plugg'd um upphitun. Miða er hægt að nálgast í Jack & Jone í Kringlunni og kosta 2500 í forsölu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.