Innlent

Tekur undir með VG og vill að þing komi saman

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur undir beiðni þingflokks Vinstri grænna að Alþingi komi saman eftir verslunarmannahelgi til að fjalla um stöðu og horfur í efnahags- og atvinnumálum.

,,Ég tek undir tillögu Vinstri grænna," segir Bjarni sem telur að mál málanna þegar þing kemur saman í september verði þær efnahagsþrengingar sem þjóðin standi frammi fyrir.

,,Ríkisstjórnin situr aðgerðalaus og það er léttara fyrir hana að viðhalda því ástandi þegar að aðhald þingsins er ekki fyrir hendi," segir Bjarni.


Tengdar fréttir

Vilja að Alþingi komi saman á næstu dögum

Vinstri grænir fara fram á að Alþingi komi saman eftir verslunarmannahelgi til að fjalla um stöðu og horfur í efnahags- og atvinnumálum og hvað vænlegast er að gera til að verja þjóðarbúið frekari áföllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×