Innlent

Skemmdarvargar og þjófar á ferð á Suðurlandi

MYND/GVA

Nokkuð var um skemmdarverk og þjófnaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi um helgina og í nótt. Þannig var brotist inn í tískuverslunina Lindina á Selfossi í nótt og skiptimynt stolið úr peningakassa.

Þá var lögreglan kölluð að Hótel Örk aðfaranótt sunnudags þar sem ölvaður maður hafði brotið upp hurð í kjallara hótelsins. Hann var handtekinn og við yfirheyrslur iðraðist hann gjörða sinna og samdi í kjölfarið við starfsmenn hótelsins um bætur.

Enn fremur voru fjórir sumarbústaðir í útleigu í Úthlíð í Bláskógabyggð skemmdir. Það mun hafa sést til tveggja manna sem fóru inn í húsin og sprautuðu úr slökkvitækjum og unnu skemmdir á hurðum og ýmsu öðru. Málið er í rannsókn en talið er að þarna hafi verið að verki menn sem hafi verið með eitt húsanna á leigu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×