Innlent

Vg vill tafarlausa rannsókn á viðskiptum bankastjórnenda

Þingflokkur Vinstri - grænna hefur sent skilanefndum bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, bréf þar sem þess er krafist að þær beiti sér fyrir því að tafarlaust fari fram fari ítarleg rannsókn á öllum viðskiptum stærstu eigenda nefndra banka, bankaráðsmanna, bankastjóra og æðstu stjórnenda síðastliðna 12 mánuði, þar með töldum viðskiptum með hlutabréf.

Sérstaklega verði skoðaðar hugsanlegar millifærslur til erlendra banka og annarra fjármálafyrirtækja. Einnig verði rannsökuð gjaldeyriskaup bankanna síðastliðna 12 mánuði, hvernig að þeim var staðið og þau fjármögnuð. Loks fari fram sérstök athugun á því hvernig bankarnir hafa staðið að eignastýringu, ráðgjöf og flutningi peninga almennra viðskiptavina af bankareikningum yfir í sjóði, hlutabréfasöfn, peningamarkaðsreikninga og aðra ótryggari fjárvörslu og ávöxtun á umræddu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×