Innlent

Mosfellsbær opnar ráðgjafartorg

Séð yfir Mosfellsbæ.
Séð yfir Mosfellsbæ.

Vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu hefur Mosfellbær í samráði við ýmsa aðila í bæjarfélaginu opnað ráðgjafartorg. ,,Markmiðið með ráðgjafartorginu er að samræma þjónustu og auðvelda aðgang að þjónustu og ráðgjöf á vegum aðila í Mosfellsbæ," segir í tilkynningu.

Á einum stað er hægt að nálgast upplýsingar sem nýtast þeim sem eiga í erfiðleikum vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Hvort sem þeir eru af andlegum, félagslegum eða fjárhagslegum toga.

Ráðgjafartorgið er að finna á heimasíðu Mosfellsbæjarog er starfrækt af samstarfshópi stofnana í bæjarfélaginu, svo sem Rauða krossinum, kirkjunni og heilsugæslustöðinni.

,,Þar eru hlekkir inn á ýmsar síður á vegum fjölda stofnana í þjóðfélaginu þar sem finna má svör við mörgum þeirra spurninga sem kvikna við þær aðstæður sem nú eru uppi. Þá eru þar upplýsingar um hvert leita megi ef þörf er á aðstoð eða ráðgjöf."

Ráðgjafartorg Mosfellsbæjar er hægt að skoða hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×