Innlent

Íslenska sendinefndin flogin til Moskvu

Pútín, forsætisráðherra Rússlands tekur vonandi vel á móti Seðlabankamönnum.
Pútín, forsætisráðherra Rússlands tekur vonandi vel á móti Seðlabankamönnum.

Sendinefnd á vegum Seðlabankans hélt í morgun áleiðis til Moskvu þar sem til stendur að taka lán upp á fjóra milljarða evra hjá Rússum. Í byrjun síðustu viku var fyrst greint frá láninu og sagt að allt væri klappað og klárt.

Svo fóru að berast misvísandi fréttir af láninu og í ljós kom að samningaferlið var skemur á veg komið en greint var frá í fyrstu. Fyrsti formlegi fundurinn í samningaferlinu verður á morgun en óvíst er hve langan tíma málið tekur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×