Innlent

ASÍ kemur á fót sérstakri aðgerðastjórn vegna efnahagsástands

MYND/GVA

Alþýðusamband Íslands hefur komið á fót sérstakri aðgerðarstjórn með þátttöku landssambanda og stærstu félaga innan hreyfingarinnar.

Markmiðið með aðgerðastjórinni er að upplýsa og aðstoða aðildarsamtök ASÍ, trúnaðarmenn og samstarfsaðila á vinnumarkaði í því óvissuástandi sem nú ríkir í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar, eins og segir á vef ASÍ.

Þar kemur einni fram að verkstjórn hópsins sé í höndum forseta ASÍ, formanna landssambanda og stærstu félaga. Þá er unnið í góðu samstarfi við félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun, Rauða krossinn og fleiri aðila til að lágmarka skaða fólks í yfirstandandi efnahagsþrengingunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×