Innlent

Ingibjörg Sólrún vill aðstoð frá IMF nú og inngöngu í ESB síðar

Varnir íslensks efnahagslífs felast til skamms tíma í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og til lengri tíma í aðild að Evrópusambandinu, upptöku evru og bakstuðningi Evrópska seðlabankans, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hinn kostinn segir Ingibjörg vera að pakka í vörn og hverfa til þess tíma sem var fyrir árið 1994. Hún rifjar upp að eftir síðari heimstyrjöldina hafi Íslendingar spurt sig hvort þeir gætu spjarað sig einir ef til átaka kæmi í heiminum, og komist að þeirri niðurstöðu að öruggast væri að ganga í Sameinuðuþjóðirnar og NATÓ. Spurningin sé sú sama nú, þótt núna sé hún af efnahagslegum toga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×