Innlent

Á von á tíðindum í þessari viku

„Ef við leitum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á ég ekki von á öðru en að okkur verði tekið ágætlega," segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Árni er staddur á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem haldinn er í Washington. Hann tekur þó fram að enn sé ekki búið að taka ákvörðun um að leita eftir aðstoð.

Árni segir að í dag sé aðaldagur fundarins og það þýði stíf fundarhöld þar sem menn mæti með tilbúnar ræður og því gefist lítill tími fyrir fundarhöld fyrir utan það. Árni heldur ræðu sína á fundinum í dag klukkan hálffjögur að staðartíma. Hann kemur heim til Íslands á miðvikudagsmorgun og segir að um miðja vikuna ætti að geta dregið til tíðinda varðandi ákvörðun um hvort óskað verði eftir aðstoð frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×