Innlent

Samkomulag um sundlaug Lilju Pálma

Lilja Pálmadóttir
Lilja Pálmadóttir

Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar og fulltrúar frá verktakafyrirtækinu Sveinbjörn Sigurðsson hf. undirrituðu sl. föstudag samning um að fyrirtækið byggi sundlaug í Hofsósi.

Arkitekt hússins er Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hjá VA arkitektum og verkfræðihönnun í var í höndum VST Rafteikningar.

Sundlaugin verður gjöf frá þeim Lilju Pálmadóttur og Steinunni Jónsdóttur, en sveitarfélagið mun annast umsjón með verkinu.

Áætlað er að sundlaugin verði tilbúin til notkunar í nóvember 2009.

Þetta kemur fram á fréttavefnum http://www.feykir.is/

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×