Erlent

Meint sjóræningjaskip var taílenskur togari

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Indverska freygátan INS Tabar sem skaut á taílenska togarann.
Indverska freygátan INS Tabar sem skaut á taílenska togarann. MYND/AFP/Getty Images

Sjóræningjaskipið sem áhöfn indversks herskips á Aden-flóa taldi sig hafa sökkt í síðustu viku var þegar allt kom til alls taílenskur togari.

Þetta kom í ljós þegar eina manninum sem komst lífs af úr áhöfn togarans var bjargað eftir að hafa verið á reki um flóann í sex daga. Sómalskir sjóræningjar voru hins vegar að ráðast á togarann þegar herskipið bar að garði og taldi indverska áhöfnin því að um sjóræningjaskip væri að ræða og skaut togarann í kaf. Tvö skip sjóræningjanna voru einnig á svæðinu en þau komust undan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×