Innlent

Grunur um íkveikju í umdeildu húsi

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í yfirgefna húsinu sem brann við Baldursgötu í Reykjavík í gær. Lögreglan rannsakar tildrög eldsins en húsið var rafmagnslaust þegar eldurinn kom upp og þykir það renna stoðum undir að kveikt hafi verið í því. Deilur hafa staðið um húsið í töluverðan tíma.

Eigandi þess sótti um að fá að rífa það til þessa að byggja fjölbýlishús á lóðinni en nágrannar mótmæltu og komu í veg fyrir að deiliskipulagstillaga þess efnis yrði samþykkt um síðustu áramót. Húsið hefur staðið autt síðan.

Nágrannar höfðu oft kvartað til lögreglu og borgaryfirvalda þar sem útigangsfólk og unglingar sóttu mikið í húsið þótt byrgt hafi verið fyrir hurðir og glugga. Í gær gagnrýndu nágrannarnir borgaryfirvöld fyrir að aðhafast ekkert í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×