Sport

Fjör í fimleikunum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sandra Izbasa í gólfæfingum sínum.
Sandra Izbasa í gólfæfingum sínum.

Það hefur verið líf og fjör í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í dag og verðlaunapeningar hafa rokið út. Kínverjinn Zou Kai vann gullið í gólfæfingum karla og landi hans Xiau Qin tók gullið á bogahesti.

Alls hafa Kínverjar unnið fimm gullverðlaun í fimleikakeppninni.

Rík fimleikahefð er í Rúmeníu en þaðan er einmitt Sandra Izbasa sem vann sigur í gólfæfingum kvenna. Hún vann nauman sigur á Shawn Johnson frá Bandaríkjunum.

Þá vann Hong Un Jong frá Kóreu sigur í stökki kvenna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×