Lífið

Sveitabúðkaup opnar heimasíðu

Hér má sjá plakat myndarinnar.
Hér má sjá plakat myndarinnar.

Kvikmyndin Sveitabrúðkaup eftir Valdísi Óskarsdóttur verður frumsýnd þann 28.08.08 og er beðið með nokkurri eftirvæntingu. Nú hefur kvikmyndin opnað heimasíðu þar sem hægt er að sjá ýmsan fróðleik um myndina.

Meðal annars er fjöldinn allur af ljósmyndum tengdum myndinni. Einnig er hægt að sjá svokallaðan „trailer" fyrir myndina og lesa sig til um persónur og leikendur.

Hægt er að skoða heimasíðu myndarinnar hér.






Tengdar fréttir

The Tiger Lillies semja tónlist fyrir kvikmyndina Sveitabrúðkaup

Þann 28.ágúst verður kvikmyndin Sveitabrúðkaup eftir Valdísi Óskarsdóttur frumsýnd. Myndin skartar mörgum af þekktustu leikurum þjóðarinnar en þetta er frumraun Valdísar sem leikstjóra. Stórsveitin The Tiger Lillies sér um tónlistina í kvikmyndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.