Lífið

The Tiger Lillies semja tónlist fyrir kvikmyndina Sveitabrúðkaup

The Tiger Lillies semur tónlist sérstaklega fyrir Sveitabrúðkaup.
The Tiger Lillies semur tónlist sérstaklega fyrir Sveitabrúðkaup.

Þann 28.ágúst verður kvikmyndin Sveitabrúðkaup eftir Valdísi Óskarsdóttur frumsýnd. Myndin skartar mörgum af þekktustu leikurum þjóðarinnar en þetta er frumraun Valdísar sem leikstjóra. Stórsveitin The Tiger Lillies sér um tónlistina í kvikmyndinni.

The Tiger Lillies er nokkuð stórt nafn og hefur mikið verið að semja tónlist fyrir leikhús í gegnum tíðina. Sveitin var stofnuð árið 1989 og hefur mjög sérstakan hljóm sem vakið hefur verðskuldaða athygli. The Tiger Lillies byrjaði eins og flestar hljómsveitir að spila á litlum pöbbum en hefur það meðal annars á afrekaskrá sinni að hafa komið fram í hinu víðfræga Óperuhúsi í Sidney.

Sveitin hlaut hin eftirsóttu Oliver verðlaun fyrir söngleikinn „Shockheaded Peter" og voru einnig tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir plötuna, „The Gorey End".

Á nítján ára ferli sínum hefur hljómsveitin gefið út 21 plötu, tekið þátt í mörgum uppákomum og spilað út um allan heim.





Frumsýnd 28.ágúst

Beðið hefur verið eftir Sveitabrúðkaupi með nokkurri eftirvæntingu en hinn margrómaði Vesturportshópur spilar stórt hlutverk í kvikmyndinni. Eins og áður segir er þetta frumraun Valdísar Óskarsdóttur sem leikstjóra en hún hefur á síðustu árum klippt margar stórmyndir. Meðal annars var Valdís tilnefnd til bresku BAFTA verðlaunanna fyrir klippingu á kvikmyndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind.

Sveitabrúðkaup verður frumsýnd þann 28.08.08 en hægt er að sjá brot úr myndinni með því að smella hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.