Innlent

Jarðskjálfti á Suðurlandi í morgun

Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter varð um klukkan hálftíu í morgun. Að sögn Veðurstofunnar virðist hann eiga upptök sín um sjö kílómetra fyrir sunnan Hveragerði. Skjálftinn fannst greinilega á Eyrarbakka og Selfossi að sögn íbúa þar sem Vísir hefur rætt við. Þeir segja þó tilfinninguna ekki hafa verið neitt í líkingu við það sem þeir upplifðu þegar stóri skjálftinn reið yfir í lok maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×