Innlent

Undirskriftarsöfnun vegna læknaskorts á Blönduósi

„Eins og komið hefur fram í fréttum hefur það ástand skapast á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi að hætta er á að allir læknar stofnunarinnar hætti þar störfum um næstu mánaðarmót,"segir í fréttatilkynningu frá hópi fólks sem ætlar að afhenda heilbrigðisráðherra undirskriftarlista.

„Tæplega 650 manns , kosningabærir íbúar í Austur Húnavatnssýslu hafa því skrifað undir áskorun til heilbrigðisráðherra að hann beiti sér fyrir þeirri lausn mála sem leiði til farsældar fyrir íbúa héraðsins.

Í áskoruninni til ráðherrans koma fram áhyggjur íbúanna vegna stöðunnar, og bent er á að mikilsvægt sé að festa og stöðugleiki sé í mönnun lækna við stofnunina . Þá segir að Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi sé einn af hornsteinum héraðsins og hafi veitt góða þjónustu og öryggi fyrir sjúka og aldraða.

Ibúar héraðsins vilja þannig leggja áherslu á að læknisþjónusta og önnur starfsemi Heilbrigðisstofnunarinnar verði ekki skert á nokkurn hátt, heldur verði stofnunin áfram sterk í samfélaginu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×