Sport

Dobrynska vann sjöþrautina

Elvar Geir Magnússon skrifar

Úkraínska frjálsíþróttakonan Natalia Dobrynska vann í dag gullverðlaun í sjöþrautarkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Peking. Lyudmila Blonska vann silfrið og Hyleas Fountain sem var í forystu eftir fyrsta dag vann bronsið.

Í dag réðust einnig úrslit í kúluvarpi kvenna en Valerie Vili tók gullið þar og fyrstu gullverðlaun Nýja-Sjálands litu dagsins ljós. Natallia Mikhnevich frá Hvíta-Rússlandi vann silfur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×