Innlent

Sprengja fannst á athafnasvæði Hringrásar vð Helguvík

Lögreglan á Suðurnesjum girti af athafnasvæði Hringrásar vð Helguvík um tíma í gær, eftir að þar fannst sprengja úr sprengivörpu innan um járnarusl.

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir á vettvang til að eyða sprengjunni, sem reyndist vera óvirk þar sem kveikjubúnaðinn vantaði í hana. Ekki er nánar vitað um tilvist sprengjunnar á þessum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×