Sport

Phelps jafnaði met Spitz

Elvar Geir Magnússon skrifar

Michael Phelps frá Bandaríkjunum er óstöðvandi í sundkeppni Ólympíuleikanna. Í nótt jafnaði hann met Mark Spitz með því að vinna sín sjöundu gullverðlaun í Peking.

Phelps vann í úrslitum í 100 metra flugsundi á 50,58 sekúndum sem er nýtt Ólympíumet. Serbinn Milorad Cavic vann silfurverðlaunin en hann var rétt á eftir Phelps.

Phelps stefnir á átta gullverðlaun á leikunum en hann er aðeins einu gulli frá því að bæta metið hjá Spitz.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×