Erlent

Ný stjórn loks mynduð í Kenía

Kibaki og Odinga takast í hendur fyrir utan skrifstofur forsetans í Naíróbí.
Kibaki og Odinga takast í hendur fyrir utan skrifstofur forsetans í Naíróbí. MYND/AFP

Greint verður frá myndun nýrrar samsteypustjórnar í Kenía í dag. Samkomulag tókst fyrir nokkrum vikum milli Mwai Kibaki, forseta, og Raila Odinga, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að mynda slíka stjórn. Myndun hennar gekk hins vegar brösulega.

Kibaki og Odinga funduðu leynilega um stöðuna í liðinni viku og hafa nú myndað starfhæfa stjórn að sögn fulltrúa þeirra. Svo virðist því sem tekist hafi að forða landinu frá frekari átökum á borð við þau sem blossuðu upp eftir kosningar í Kenía í desember síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×