Lífið

Vinir Wesley biðjast vægðar

Wesley Snipes, sem er ákærður fyrir stórfelld skattsvik, reynir nú hvað hann getur að sleppa við fangelsisdóm. Hann brá því á það ráð að fá nokkra fræga vini sína til að skrifa dómara í málinu bréf, og biðja um miskunn.

Í bréfunum, sem TMZ hefur undir höndum, líkir Denzel Washington Wesley við tré, stóra eik jafnvel, en óljóst er hvernig það á að bjarga honum frá fangavist.

Woody Harrelson nýtir kunnuglegt OJ Simpson bragð, og segir að málið lykti af kynþáttahatri. Hann hafi ekki farið varhluta af slíku sjálfur. Eitt sinn hafi hann leikið í bíómynd þar sem allir aðrir en hann og Goldie Hawn voru þeldökkir, og meinilla við hvítingjana.

Dómarinn Greg Mathis skrifar að það hafi verið heiðarleiki Snipes sem kom honum í þessar aðstæður. Mathis þekki það af eigin reynslu sem dómari að fólk sé stöðugt að reyna að koma höggi á þá sem eru þekktir. Joe Brown, annar dómari ritar að Snipes sé einn af þessum sjaldgæfu einstaklingum sem búi yfir sérdeilis þróaðri samfélagsvitund.

labba

Snipes á yfir höfði sér þriggja ára fangavist verði hann fundinn sekur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.