Innlent

Fengu fíkniefnahund að gjöf

Hundurinn til vinstri er af English Springer Spaniel gerð.
Hundurinn til vinstri er af English Springer Spaniel gerð. Mynd/ AFP.

Síðastliðinn fimmtudag fékk lögreglan í Vestmannaeyjum fíkniefnahundinn Lunu formlega að gjöf frá Kiwanisklúbbnum Helgarfelli.

Luna hefur verið grunnþjálfuð og hefur embættið tekið við henni til áframhaldandi þjálfunar. Umsjónarmaður hundsins er Heiðar Hinriksson lögreglumaður í Vestmannaeyjum Lögreglan segir að þessi höfðinglega gjöf Kiwanismanna standi straum af kaupum og þjálfun hundsins þar til hann væntanlega fái starfsleyfi frá ríkislögreglustjóra.

Luna er af Springer Spaniel kyni og verður notuð jöfnum höndum í þágu lög- og tollgæslu í baráttunni gegn meðferð, sölu og innflutningi á fíkniefnum.

Lögreglan segir að vera fíkniefnaleitarhunds í Vestmannaeyjum hafi mikið gildi, bæði til leitar og ekki síst til forvarnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×