Sport

Rússneskur úrslitaleikur í kvennaflokki

Elvar Geir Magnússon skrifar
Safina komst í morgun í úrslitin.
Safina komst í morgun í úrslitin.

Rússnesku stúlkurnar Dinara Safina og Elena Dementieva munu mætast í úrslitaviðureigninni í tenniskeppni kvenna.

Safina vann Li Na frá Kína í undanúrslitum og Dementieva vann Veru Zvonarevu frá Rússlandi.

Safina er að keppa í fyrsta sinn á Ólympíuleikum en Dementieva vann til silfurverðlauna í Aþenu fyrir fjórum árum.

Í tvíliðaleik kvenna komust Venus og Serena Williams í úrslitaviðureignina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×