Lífið

Lindsay Lohan kallar Palin hommahatara

Leikkonan Lindsay Lohan er ekki par hrifin af varaforsetaefni repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum, Söru Palin. Lohan úthúðaði varaforsetaefninu á MySpace síðu sinni í gær, og kallaði hana meðal annars þröngsýnan og fjölmiðlaóðan hommahatara.

„Ekki sitja fyrir i fleiri slúðurblöðum Pali Pal, þú ert ekki stjarna, þú ert í framboði til að vinna fyrir landið þitt, okkar, LANDIÐ mitt," skrifar Lohan.

Palin er afar íhaldssöm og meðal annars á móti hjónabandi samkynhneigðra. Lohan er í sambandi við plötusnúðinn Samönthu Ronson, en hefur ekki enn komið út úr skápnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.