Innlent

Sigríður skipuð lögreglustjóri á Suðurnesjum

Sigríður Björk varð fyrir valinu eins og Vísir spáði fyrir tveimur mánuðum.
Sigríður Björk varð fyrir valinu eins og Vísir spáði fyrir tveimur mánuðum.

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur aðstoðarríkislögreglustjóra í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá og með 1. janúar 2009.

Umsóknarfrestur rann út fyrir einungis þremur dögum og var Sigríður meðal fjögurra umsækjenda um starfið. Vísir greindi frá því í lok september að Sigríður myndi að líkindum sækja um embættið en það var auglýst eftir að Jóhann Benediktsson sagði starfi sínu lausu vegna deilna við dómsmálaráðherra.

Vísir hafði samband við Sigríði í lok september vegna þessa og þá vildi hún hvorki játa því né neita að hún muni sækja um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.










Tengdar fréttir

Talið líklegt að Sigríður Björk sæki um á Suðurnesjum

Sigríður Björk Guðjónsdóttir aðstoðarríkislögreglustjóri vill hvorki játa því né neita að hún muni sækja um embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum en starfið var auglýst laust til umsóknar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um slíkt,"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×