Innlent

Þakkaði Færeyingum innilega fyrir aðstoðina

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hélt í dag ræðu á færeyska þinginu þar sem hann færði þjóðinni þakkir fyrir fyrirhugað lán en Færeyingar ætla að lána Íslendingum 300 milljónir danskra króna að jafnvirði 6,1 milljarða króna vegna yfirstandi efnahagsþrenginga.

,,Ef aðrar þjóðir í kringum okkur legðu hlutfallslega jafn mikið fram til úrlausnar efnahagsvandanum á Íslandi og færeyska lánið er í samhengi við veltu færeyska þjóðarbúsins, þá yrði aðal vandamál okkar Íslendinga að velja úr hvað af öllum þeim lánum við þyrftum að taka sem okkur þá byðust. En því miður er nú öðru að heilsa," sagði Steingrímur í ræðunni sem hann flutti á færeysku.

Steingrímur sagði í samtali við Vísi að ræða sín hafi fengið góð viðbrögð og í framhaldi hennar hafi hann tekið við fjölmörgum spurningum frá þingmönnum og ráðherrum um efnahagsþrengingarnar á Íslandi. Auk þess hitti hann lögmann Færeyja.

Ræðu Steingríms er hægt að nálgast á íslensku hér og á færeysku hér.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×