Gagnrýnir að ekki var samráð við sveitarfélög um aðkomu IMF 14. nóvember 2008 15:24 Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga gagnrýnir harðlega að ekkert samráð var haft við sveitarfélögin um aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) að efnahagsstjórn landsins. Þetta kemur fram í leiðara Karls í nýútkomnum Sveitarstjórnarmálum. „Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin gert samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lántöku sem veitt verður til ríkisins með ýmsum skilyrðum. Í samkomulaginu eru ákvæði sem lúta að skipan og þróun fjármála hins opinbera eins og upplýst hefur verið um. Ekki er talað um ríkisfjármál heldur um fjármál hins opinbera. Það sætir því furðu að slíkt samkomulag sé gert án aðkomu fulltrúa sveitarfélaga. Það er engu að síður raunin," segir Karl í leiðaranum. Karl nefnir að ítrekað hefur verið bent á að sveitarfélögin eru annar að tveimur aðilum hins opinbera kerfis. Í huga fólks sé of algengt að ríkið sé hið opinbera og vægi sveitarfélaganna gleymist. „Í því sambandi er rétt að minna á að sveitarfélögin eru jafn stór ríkinu á vinnumarkaði. Hvor aðili um sig ber ábyrgð á um 19.000 stöðugildum eða um 11% vinnumarkaðarins. Sveitarfélögin bera einnig ábyrgð á um þriðjungi opinberra útgjalda og fara þau útgjöld fyrst og fremst til að standa undir mikilvægri grunnþjónustu við íbúa landsins. Hið opinbera, ríki og sveitarfélög, veita því saman opinbera þjónustu með opinberum útgjöldum," segir Karl. Ennfremur kemur fram hjá Karli að öllum sé ljóst að tekjur sveitarfélaga munu dragast saman á næsta ári á sama tíma og útgjöld munu aukast. Fjárhagsleg afkoma sveitarfélaga mun því versna til muna og mörg hver munu ekki geta samþykkt fjárhagsáætlanir eða fjárheimildir fyrir næsta ár miðað við lítið breytt þjónustustig án þess að auka mjög á skuldirnar. Þær skuldir verða þó ekki raunverulegar fyrr en sveitarfélagið hefur tekið lán. Lántökumöguleikarnir eru á hinn bóginn háðir mikilli óvissu. „Erlendir bankar neita að lána Íslendingum fé og mjög takmarkað lánsfé er hægt að sækja hér innanlands miðað við þörfina. Of margir treysta á lífeyrissjóðina, ríkið vegna fjárlagahalla og sveitarfélögin vegna fyrirsjáanlegs hallareksturs næstu ár. Hinir nýju ríkisreknu bankar vilja einnig fá lánsfé frá lífeyrissjóðunum. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. Lausnin felst því í að Íslendingar öðlist aftur traust á erlendum lánsfjármörkuðum og í framhaldi af því geti bankar þessa lands tekið upp eðlileg alþjóðleg millibankaviðskipti. Takist það ekki er í mikið óefni komið," segir Karl. „Samfara þessu þurfa sveitarfélög og ríki að móta sameiginlega stefnu í gjaldskrár- og skattamálum. Það gengur ekki að ríkið, án samráðs við sveitarfélögin, hækki gjaldtöku sína og jafnvel skatta á sama tíma og þrýst er á sveitarfélögin að hækka ekki skatta, hækka ekki gjaldskrár, og jafnvel að fella niður gjaldtöku fyrir ólögbundna þjónustu." Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga gagnrýnir harðlega að ekkert samráð var haft við sveitarfélögin um aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) að efnahagsstjórn landsins. Þetta kemur fram í leiðara Karls í nýútkomnum Sveitarstjórnarmálum. „Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin gert samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lántöku sem veitt verður til ríkisins með ýmsum skilyrðum. Í samkomulaginu eru ákvæði sem lúta að skipan og þróun fjármála hins opinbera eins og upplýst hefur verið um. Ekki er talað um ríkisfjármál heldur um fjármál hins opinbera. Það sætir því furðu að slíkt samkomulag sé gert án aðkomu fulltrúa sveitarfélaga. Það er engu að síður raunin," segir Karl í leiðaranum. Karl nefnir að ítrekað hefur verið bent á að sveitarfélögin eru annar að tveimur aðilum hins opinbera kerfis. Í huga fólks sé of algengt að ríkið sé hið opinbera og vægi sveitarfélaganna gleymist. „Í því sambandi er rétt að minna á að sveitarfélögin eru jafn stór ríkinu á vinnumarkaði. Hvor aðili um sig ber ábyrgð á um 19.000 stöðugildum eða um 11% vinnumarkaðarins. Sveitarfélögin bera einnig ábyrgð á um þriðjungi opinberra útgjalda og fara þau útgjöld fyrst og fremst til að standa undir mikilvægri grunnþjónustu við íbúa landsins. Hið opinbera, ríki og sveitarfélög, veita því saman opinbera þjónustu með opinberum útgjöldum," segir Karl. Ennfremur kemur fram hjá Karli að öllum sé ljóst að tekjur sveitarfélaga munu dragast saman á næsta ári á sama tíma og útgjöld munu aukast. Fjárhagsleg afkoma sveitarfélaga mun því versna til muna og mörg hver munu ekki geta samþykkt fjárhagsáætlanir eða fjárheimildir fyrir næsta ár miðað við lítið breytt þjónustustig án þess að auka mjög á skuldirnar. Þær skuldir verða þó ekki raunverulegar fyrr en sveitarfélagið hefur tekið lán. Lántökumöguleikarnir eru á hinn bóginn háðir mikilli óvissu. „Erlendir bankar neita að lána Íslendingum fé og mjög takmarkað lánsfé er hægt að sækja hér innanlands miðað við þörfina. Of margir treysta á lífeyrissjóðina, ríkið vegna fjárlagahalla og sveitarfélögin vegna fyrirsjáanlegs hallareksturs næstu ár. Hinir nýju ríkisreknu bankar vilja einnig fá lánsfé frá lífeyrissjóðunum. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. Lausnin felst því í að Íslendingar öðlist aftur traust á erlendum lánsfjármörkuðum og í framhaldi af því geti bankar þessa lands tekið upp eðlileg alþjóðleg millibankaviðskipti. Takist það ekki er í mikið óefni komið," segir Karl. „Samfara þessu þurfa sveitarfélög og ríki að móta sameiginlega stefnu í gjaldskrár- og skattamálum. Það gengur ekki að ríkið, án samráðs við sveitarfélögin, hækki gjaldtöku sína og jafnvel skatta á sama tíma og þrýst er á sveitarfélögin að hækka ekki skatta, hækka ekki gjaldskrár, og jafnvel að fella niður gjaldtöku fyrir ólögbundna þjónustu."
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira