Innlent

Örtröð í bankaútibúum

Höfuðstöðvar Glitnis við Kirkjusand.
Höfuðstöðvar Glitnis við Kirkjusand.

Mikil örtröð myndaðist í útibúum í dag þar sem fólk var að færa peninga úr sjóðum inn á sparnaðarreikninga. Viðskiptaráðherra ítrekaði í dag að innistæður almennings eru öruggar.

Tryggingarsjóður tryggir innistæður upp að þremur og hálfri milljón. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sagði í dag að engin ástæða væri fyrir almenning að óttast um innistæður sínar.

Lítil viðskipti voru með íslensku krónuna í dag og lokaði Icebank tímabundið fyrir gjaldeyrisviðskipti í morgun.

Fjöldi fólks hafði samband við fréttastofu í dag sem fullyrti að það hafi ekki getað keypt gjaldeyri eða leyst út stórar fjárhæðir í íslenskum krónum.

Fréttastofa hafði samband við alla viðskiptabankanna sem sögðu að þó að gjaldeyrir væri í minna lagi væri til nóg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×