Innlent

Skilorðsbundinn dómur fyrir að stela hjóli og hjóla fullur

Karlmaður hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið hjóli í við skóla í Giljahverfi á Akureyri og hjólað á því heim til sín. Enn fremur fyrir að hafa daginn eftir hjólað ölvaður á umræddu hjóli frá heimili sínu og niður í miðbæ Akureyrar þar sem för hans endaði með því að hann féll af hjólinu.

Maðurinn játaði greiðlega sök sína en hann á að baki nokkurn sakaferil og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×