Íslenski boltinn

Páll Gísli frá í 3-4 mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Páll Gísli í leik með ÍA síðastliðið sumar.
Páll Gísli í leik með ÍA síðastliðið sumar. Mynd/Vilhelm

ÍA er nú í miklum markvarðavandræðum því Páll Gísli Jónsson verður frá næstu 3-4 mánuðina þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð vegna brjósklos í baki.

Unglingalandsliðsmaðurinn Trausti Sigurbjörnsson var varamarkvörður Páls Gísla í fyrra og var í byrjunarliðinu í einum leik í fyrra, gegn Víkingi í bikarkeppninni. Þá kom hann inn á sem varamaður í einum leik í deildinni.

Guðjón Þórðarson sagði í samtali við Vísi að hann væri nú að leita af öðrum markverði til að fylla skarð Páls Gísla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×