Lífið

Tarantino vill klámstjörnu í næstu mynd

Quentin Tarantino vill ólmur fá klámstjörnuna Teru Patrick til að taka að sér hlutverk í næstu mynd hans, endurgerð cult-slagarans „Faster, Pussycat, Kill! Kill!". Myndin, sem kom út árið 1966, fjallar um þrjár fatafellur sem leggja upp í ferð um eyðimörkina, sem verður meira en lítið blóðug.

Samkvæmt heimildum Page Six slúðursíðunnar er Tarantino afar hrifinn af klámstjörnunni, og telur hana fullkomna í hlutverk sem leikkonan Tura Satana lék í upprunalegu myndinni. Patrick, sem hefur leikið í meira en áttatíu klámmyndum, segist meira en lítið til í slaginn. „Þetta yrði flottasta endurgerð fyrr og síðar, og ég er upp með mér að koma til greina í hlutverkið. Ég er eins og sköpuð í það," hefur The Sun eftir leikkonunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.