Innlent

Leiguverð fer lækkandi

Tafla yfir leiguverð, tekin af heimasíðu Neytendasamtakanna.
Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað frá því í apríl ef marka má nýja könnun sem Neytendasamtökin hafa birt á heimasíðu sinni. Í fyrsta tölublaði ársins 2008 frá því í apríl var leigumarkaðurinn kannaður og þótti mönnum þar á bæ tilvalið að endurtaka leikinn í árslok. Þar kom í ljós að allar tegundir íbúða hafa lækkað, fimm herbergja sýnu mest, eða um 18,5 prósent ef miðað er við meðalverð.



Í frétt um málið á heimasíðu samtakanna kemur fram að sennilega hafi raunveruleg lækkun verið umtalsvert meiri enda geri flestir leigusamningar ráð fyrir því að leiguverð breytist með tilliti til neysluvísitölu sem hefur hækkað um átján prósent á árinu. „Því má reikna með því að leiga vegna þeirra íbúða sem fóru í langtímaútleigu á uppsettu verði í apríl sl. sé allt að þriðjungi hærri en hægt er að leigja sams konar íbúð á í dag," segir á heimasíðu samtakanna.

Tekið er fram að ekki sé um tæmandi könnun að ræða.

Nánar um málið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×