Sport

Einvígi Bernard og Sullivan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eamon Sullivan setti nýtt heimsmet í 100 metra skriðsundi.
Eamon Sullivan setti nýtt heimsmet í 100 metra skriðsundi.

Það stefnir allt í magnað úrslitasund í 100 metra skriðsundi karla en undanúrslitasundin fóru fram nú í nótt.

Í fyrri riðlinum sló Alain Bernard frá Frakklandi heimsmetið en Ástralinn Eamon Sullivan bætti það síðan strax á eftir í seinni riðlinum.

Það má búast við einvígi milli Bernard og Sullivan um gullverðlaunin í greininni.

Bernard synti á 47,20 sekúndum í fyrri undanúrslitariðlinum en í þeim síðari synti Sullivan á 47,05 og sló heimsmetið sem hafði aðeins staðið í örfáar mínútur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×