Íslenski boltinn

Grétar frá í minnst tvo mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar í leik með KR gegn sínu gamla félagi, Grindavík.
Grétar í leik með KR gegn sínu gamla félagi, Grindavík. Víkurfréttir/Þorgils
Grétar Ólafur Hjartarson, leikmaður KR, verður frá næstu tvo mánuðina vegna meiðsla.

Það er viðbúið að hann muni missa af fyrstu umferðum Íslandsmótsins en hann viðbeinsbrotnaði í leik gegn Þór á Akureyri síðastliðinn þriðjudag. Hann fór í aðgerð í kjölfarið.

Þetta kemur fram á síðunni krreykjavik.is.

Grétar hefur skorað tólf mörk í 51 leik með KR í efstu deild en alls 60 mörk í 131 leik í efstu deild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×