Innlent

Slasaðist er heimatilbúinn flugeldur sprakk

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Sudredcross.is

Maður um tvítugt slasaðist töluvert á hendi og hlaut skurð á enni þegar heimatilbúinn flugeldur sprakk í höndum hans í Hafnarfirði um ellefuleytið í gærkvöldi.

Félagi hans sem með honum var fékk vægt áfall og kvartaði yfir suði í eyrum auk þess sem hann kenndi nokkurra eymsla í fæti eftir að hafa sparkað af alefli í nærliggjandi hlut í reiði sinni.

Ráðist var á mann á dansgólfi skemmtistaðar og vísuðu dyraverðir honum út eftir að til ryskinga kom milli hans og árásarmannsins. Lögregla gerði skýrslu og tók á móti kæru þess sem ráðist var á.

Þá hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af fjórum ökumönnum sem grunaðir eru um að hafa stjórnað bifreiðum sínum undir áfengisáhrifum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×