Innlent

Greiðslukortin virka áfram

MYND/Vilhelm

Valitor, sem gefur út VISA-kort hér á landi fyrir hönd banka og sparisjóða, segir að notkun korta verði eftir sem áður með eðlilegum hætti.

Þetta eigi við um öll kortaviðskipti, jafnt hjá söluaðilum og í hraðbönkum bæði hér heima og erlendis. „Eins og fram kom í ávarpi forsætisráðherra í dag eru markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar sem kynntar hafa verið m.a. að tryggja það að almenningur fái eðlilega bankaþjónustu," segir í tilkynningu Valitors.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×