Innlent

Litháar afpláni í heimalandinu

Guðjón Helgason skrifar

Dómsmálaráðherra Litháens segir stefnt að því að Litháar sem fremji afbrot á Íslandi og fá fangelsisdóm afpláni í heimalandi sínu.

Petras Baguska, dómsmálaráðherra Litháens, átti í dag fund með Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, og Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra. Baguska fer með fangelsismál. Björn segir að þau mál hafi helst verði til umræðu á fundinum.

„Við hittumst í Brussel í febrúar og lögðu þá grunn að því að efla samstarf okkar á þessu sviði og þeir tækju við föngum frá Litháen sem væru hér, ef þeir uppfylltu þær kröfur sem evrópskir samningar gera um þetta efni, segir Björn.

Þrír Litháar afplána dóma í eiturlyfjamálum í íslenskum fangelsum, sjö sitja í gæsluvarðhaldi vegna annarra glæpamála. Baguska segir mögulegt að Litháar sem hljóti fangelsisdóm fyrir brot á Íslandi afpláni í heimalandinu.

Baguska segir koma til greina að Litháar sem fái fangelsisdóm fyrir afbrot á Íslandi afpláni í Litháen og það sé unnið að því. Auðvitað taki sinn tíma að leiða slíkt mál til lykta en unnið sé að því.Stærsta verkefnið Litháa nú er bygging nýrra fangelsa - þau eiga ekki lengur að vera í stærstu borgunum. Sendinefndin skoðaði Litla hraun í dag til að læra af skipulagi hér.

Saulius Vitkunas, fangelsismálastjóri í Litháen, segist hafa sérstakan áhuga á að kynna sér íslenska löggjöf hvað varðar skilorðsbundna dóma en slíka löggjöf eigi að setja innan tíðar í Litháen.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.