Lífið

Alþjóðahús flutt á Laugaveginn

Nýtt húsnæði Alþjóðahúss.
Nýtt húsnæði Alþjóðahúss.

Alþjóðahús hefur flutt starfsemi sína á Laugaveg 37 frá Hverfisgötu 18 en þar hefur Alþjóðahús verið til húsa frá 2001, þegarþað var stofnað.Nýja húsnæðið er mun rúmbetra en það gamla enda hefur starfsemin aukist jafnt og þétt. Café Cultura, kaffihúsið sem rekið hefur verið í Alþjóðahúsi á Hverfisgötu, verður áfram þar til húsa.

„Á undanförnum sjö árum hefur starfsemin aukist jafnt og þétt, en við stofnun voru starfsmenn 12 talsins og eru nú 23 í um 19 stöðugildum, auk íslenskukennara, túlka og þýðenda sem eru um 240 talsins," segir í tilkynningu.

Nýja húsnæðið er á þremur hæðum auk kjallara og gott pláss í mótttöku fyrir fundahald ýmiss konar. „Í móttöku er hægt að nálgast fréttablöð og bæklinga sem tengjast innflytjendamálum, og heitt er á könnunni fyrir gestkomandi. Til stendur að vera með hádegisumræðufundi mánaðarlega og munu þeir vera auglýstir síðar. Verið er að koma kjallaranum í stand þessa dagana en þar munu m.a. menningarfélög, móðurmálskennsla og opið hús nýta sér aðstöðuna."

Þá hefur verið gripið til þeirrar nýbreytni að að listamenn verða með sýningar á veggjum hússins í anda fyrri staðarhaldara hússins, Péturs Arasonar og Safnsins, og stendur nú yfir sýning á verkum Hjálmars Þorsteinssonar. „Verkin, sem eru 23 talsins eru í anda expressjónismans en Hjálmar flutti til Íslands 2006 eftir áratuga búsetu í Danmörku. Fólk er hvatt til að kíkja á sýninguna sem stendur út árið."

Að auki er komið út haustblað FÓLKS, fréttablaðs Alþjóðahúss, en það er gefið út ársfjórðungslega. Allt efni er þýtt á ensku og pólsku, og valdar greinar á fleiri tungumál. Hægt er að nálgast blaðið í Alþjóðahúsi og á www.ahus.is, auk þess sem því er dreift í Bónus, Krónuna, Olís-stöðvar og fjölda fyrirtækja um land allt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.